Innlent

Mjólkursamsalan blæs á tollkvótagagnrýni

Mjólkursamsalan segir tilboð sín í tollkvóta á osti ekki til þess fallin að hleypa upp verðlagi á ostum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í henni segir að MS hafi keypt kvóta sem nemur 19,2 tonnum af þeim 100 tonna ostkvóta sem nýlega var úthlutað og hafi tilboð MS verið undir meðalverði og töluvert undir hæsta verði.

Því sé rangt að halda því fram að tilboð fyrirtækisins hleypi upp verði á kvótum og innfluttum osti. Eins segir í tilkynningunni að MS hafi á undanförnum árum flutt inn osta í talsverðum mæli, til að mynda 43,2 tonn á síðasta ári. Því sé rangt að fyrirtækið kaupi upp kvóta án þess að nýta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×