Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál 1. apríl 2007 09:15 Veggjakrot við heimili erlends verkafólks. Lagt er út af orðum Jóns Magnússonar, sem skipar fyrsta sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þessu veggjakorti á húsi í Keflavík þar sem Pólverjar viðhafast. MYND/Víkurfréttir Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra Viðar Helgi Guðjohnsen, sem skipar fimmta sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vegna ummæla hans í garð útlendinga á Íslandi. Ummælin sem um ræðir birtir Viðar á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Ísland fyrir Íslendinga – Um hvað snýst málið. Hvað erum við hjá Frjálslyndum að tala um!“ Á eftir fylgir greinargerð þar sem Viðar rekur hættur og vandamál sem gætu skapast í landinu með fólksflutningum. Meðal þeirra atriða sem eru nefnd í tengslum við útlendinga eru skipulagðar nauðganir, berklasmit, hnignun heilbrigðiskerfis, misskipting í samfélaginu og því haldið fram að fjölmenningarsamfélög hafi aldrei virkað. „Mér finnst þetta ekki of djúpt í árinni tekið,“ segir Viðar um skrif sín. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vildi ekki tjá sig um málið, sagði það ekki koma sér við. Einar skúlason „Þessi maður lýsir vanþekkingu sinni á þessum málum með skrifum sínum. Ég vil ekki gera lítið úr áhyggjum fólks en það þarf að ræða þessi mál af skynsemi. Ekkert af því sem hann segir stenst nánari skoðun og því eru þessi ummæli ef til vill ekki svara verð. Á þessari stundu vil ég fyrst og fremst bjóða honum aðstoð við stafsetningu,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir málið þó verða tekið til alvarlegrar skoðunar. Tatjana latinovic Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist hafa orðið var við vaxandi fordóma í garð útlendinga frá því í nóvember á síðasta ári, eða um svipað leyti og Jón Magnússon, sem skipar efsta sæti lista Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi suður, birti grein sína „Ísland fyrir Íslendinga?“ í Blaðinu. Einar segir að tími sé kominn til að bregðast við þróuninni. Guðjón Arnar Kristjánsson Formaður Fjálslyndaflokksins segir ummæli frambjóðanda flokksins í nafni flokksins ekki koma sér við. Í blaðinu Víkurfréttum sem gefið er út á Suðurnesjum hefur verið fjallað um kynþáttahatur í bænum. Hús í Keflavík þar sem margir innflytjendur halda til var í vikunni þakið veggjakroti. Auk hakakrossa og setningarinnar „Ísland fyrir Íslendi[n]ga“ var búið að teikna manneskju sem hékk í snöru. Lögreglan á Suðurnesjum segist ekki vita hver standi fyrir krotinu. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra Viðar Helgi Guðjohnsen, sem skipar fimmta sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vegna ummæla hans í garð útlendinga á Íslandi. Ummælin sem um ræðir birtir Viðar á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Ísland fyrir Íslendinga – Um hvað snýst málið. Hvað erum við hjá Frjálslyndum að tala um!“ Á eftir fylgir greinargerð þar sem Viðar rekur hættur og vandamál sem gætu skapast í landinu með fólksflutningum. Meðal þeirra atriða sem eru nefnd í tengslum við útlendinga eru skipulagðar nauðganir, berklasmit, hnignun heilbrigðiskerfis, misskipting í samfélaginu og því haldið fram að fjölmenningarsamfélög hafi aldrei virkað. „Mér finnst þetta ekki of djúpt í árinni tekið,“ segir Viðar um skrif sín. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vildi ekki tjá sig um málið, sagði það ekki koma sér við. Einar skúlason „Þessi maður lýsir vanþekkingu sinni á þessum málum með skrifum sínum. Ég vil ekki gera lítið úr áhyggjum fólks en það þarf að ræða þessi mál af skynsemi. Ekkert af því sem hann segir stenst nánari skoðun og því eru þessi ummæli ef til vill ekki svara verð. Á þessari stundu vil ég fyrst og fremst bjóða honum aðstoð við stafsetningu,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir málið þó verða tekið til alvarlegrar skoðunar. Tatjana latinovic Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist hafa orðið var við vaxandi fordóma í garð útlendinga frá því í nóvember á síðasta ári, eða um svipað leyti og Jón Magnússon, sem skipar efsta sæti lista Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi suður, birti grein sína „Ísland fyrir Íslendinga?“ í Blaðinu. Einar segir að tími sé kominn til að bregðast við þróuninni. Guðjón Arnar Kristjánsson Formaður Fjálslyndaflokksins segir ummæli frambjóðanda flokksins í nafni flokksins ekki koma sér við. Í blaðinu Víkurfréttum sem gefið er út á Suðurnesjum hefur verið fjallað um kynþáttahatur í bænum. Hús í Keflavík þar sem margir innflytjendur halda til var í vikunni þakið veggjakroti. Auk hakakrossa og setningarinnar „Ísland fyrir Íslendi[n]ga“ var búið að teikna manneskju sem hékk í snöru. Lögreglan á Suðurnesjum segist ekki vita hver standi fyrir krotinu.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira