NBA - Tveir leikir í framlengingu 1. apríl 2007 10:08 Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86. Erlendar Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira