Innlent

Athugasemdum við Kompásumfjöllun svarað

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi nýverið ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kompás bréf þar sem gerðar voru athugasemdir við umfjöllun Kristins Hrafnssonar fréttamanns, í þættinum um trúarlíf Íslendinga.  Ritstórn þáttarins sendi biskupi í dag greinagerð frá Kristni þar sem öllum athugasemdum biskups er svarað. Í bréfi frá ritstjóra þáttarins, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, sem fylgdi greinagerðinni segir að ritstjórn Kompáss telji umfjöllun Kristins faglega og trúverðuga.

Bréf biskups til Kompáss og greinagerð Kristins er hægt að nálgast á heimasíðu Kompás undir fréttinni Þúsund ár?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×