Sýknudómi í nauðgunarmáli vísað aftur í hérað 27. september 2007 16:51 MYND/GVA Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðga 13 ára stúlku og vísaði málinu aftur heim til héraðs. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig í bíl árið 2005. Héraðsdómur taldi að framburður stúlkunnar um að mökin hefðu verið gegn hennar vilja hefði verið afar óljós. Hann benti ekki skýrlega til þess að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi eða hótað henni ofbeldi eða að hann hafi mátt skynja af hegðun hennar að mökin væru gegn hennar vilja. Hæstiréttur var ósammála héraðsdómi um að framburður stúlkunnar í skýrslutöku hefði verið óskýr um það hvort mökin hefðu verið gegn hennar vilja. Komið hefði skýrt fram í tilvitnuðum svörum stúlkunnar að mökin hefðu verið gegn hennar vilja og að hún segðist hafa gefið manninum það til kynna með ótvíræðum hætti. Þá var tekið fram að hafi héraðsdómur talið vafa leika á hvort beitt hafi verið ofbeldi eða hótun um það í umrætt sinn hafi borið að veita sakflytjendum kost á að reifa málið út frá því hvort heimfæra ætti brot mannsins undir þágildandi ákvæði 195. greinar almennra hegningarlaga en ekki 194. grein eins og ákært var fyrir. Af framangreindum ástæðum var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Íþyngjandi að þrír dómarar voru við yfirheyrslu Einn dómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilað sératkvæði. Þar rekur hún framburð stúlkunnar fyrir dómi og telur að héraðsdómur hafi ekki tekið nægilegt tillit til hans. „Af þessu leiðir að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kann að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls," segir í sératkvæðinu. Þá átelur Ingibjörg að þrír héraðsdómarar hafi verið viðstaddir skýrslugjöf stúlkunnar fyrr í þessum mánuði í sérútbúnu herbergi sem ætlað er til að yfirheyra börn. „Í ljósi þess hversu íþyngjandi yfirheyrsla í kynferðisbrotamálum er fyrir barn hefði verið nægilegt að dómsformaður hefði annast yfirheyrsluna en meðdómsmenn fylgst með henni í þar til gerðu herbergi við hlið þess fyrrnefnda, enda gátu þeir beint því til dómsformanns að leggja spurningar um sakarefnið fyrir barnið hefðu þeir óskað þess," segir enn fremur í sératkvæðinu. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðga 13 ára stúlku og vísaði málinu aftur heim til héraðs. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig í bíl árið 2005. Héraðsdómur taldi að framburður stúlkunnar um að mökin hefðu verið gegn hennar vilja hefði verið afar óljós. Hann benti ekki skýrlega til þess að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi eða hótað henni ofbeldi eða að hann hafi mátt skynja af hegðun hennar að mökin væru gegn hennar vilja. Hæstiréttur var ósammála héraðsdómi um að framburður stúlkunnar í skýrslutöku hefði verið óskýr um það hvort mökin hefðu verið gegn hennar vilja. Komið hefði skýrt fram í tilvitnuðum svörum stúlkunnar að mökin hefðu verið gegn hennar vilja og að hún segðist hafa gefið manninum það til kynna með ótvíræðum hætti. Þá var tekið fram að hafi héraðsdómur talið vafa leika á hvort beitt hafi verið ofbeldi eða hótun um það í umrætt sinn hafi borið að veita sakflytjendum kost á að reifa málið út frá því hvort heimfæra ætti brot mannsins undir þágildandi ákvæði 195. greinar almennra hegningarlaga en ekki 194. grein eins og ákært var fyrir. Af framangreindum ástæðum var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Íþyngjandi að þrír dómarar voru við yfirheyrslu Einn dómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilað sératkvæði. Þar rekur hún framburð stúlkunnar fyrir dómi og telur að héraðsdómur hafi ekki tekið nægilegt tillit til hans. „Af þessu leiðir að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kann að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls," segir í sératkvæðinu. Þá átelur Ingibjörg að þrír héraðsdómarar hafi verið viðstaddir skýrslugjöf stúlkunnar fyrr í þessum mánuði í sérútbúnu herbergi sem ætlað er til að yfirheyra börn. „Í ljósi þess hversu íþyngjandi yfirheyrsla í kynferðisbrotamálum er fyrir barn hefði verið nægilegt að dómsformaður hefði annast yfirheyrsluna en meðdómsmenn fylgst með henni í þar til gerðu herbergi við hlið þess fyrrnefnda, enda gátu þeir beint því til dómsformanns að leggja spurningar um sakarefnið fyrir barnið hefðu þeir óskað þess," segir enn fremur í sératkvæðinu.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira