Liverpool slapp með skrekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 15:34 Liverpool átti í miklum vandræðum með Robbie Keane í dag. Hér reynir Javier Mascherano að stöðva kappann. Nordic Photos / Getty Images Liverpool mátti þakka kærlega fyrir að tapa ekki tveimur leikjum á Anfield í sömu vikunni eftir 2-2 jafntefli við Tottenham. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool frá tapleiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni, en án árangurs. Það byrjaði þó vel þegar Andriy Voronin fylgdi vel eftir aukaspyrnu Steven Gerrard sem Paul Robinson varði í marki Tottenham. Gerrard átti svo skot í stöng úr annarri aukaspyrnu skömmu síðar. En það var svo Robbie Keane sem stal senunni eftir það. Undir lok hálfleiksins kom hár bolti á vallarhelming Liverpool. Dimitar Berbatov vann skallaeinvígi við Sami Hyypia og lagði boltann fyrir Robbie Keane sem skoraði með laglegu skoti. Þetta var fyrsta markið á tímabilinu sem Liverpool fær á sig sem kemur ekki úr föstu leikatriði. En svo gerðist það sama aftur. Robinson tók langa aukaspyrnu, Berbatov fór létt með Hyypia og Keane skilaði knettinum í netið. Þegar annað tap Liverpool á Anfield í sömu vikunni virtist blasa við kom Fernando Torres þeim til bjargar. Hann skoraði gott mark með skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir Liverpool. Frank Lampard er hér á fleygiferð með Chelsea í dag. Ivan Campo og Gavin McCann fylgjast með.Nordic Photos / Getty Images Bolton-Chelsea 0-1 Frank Lampard var kominn aftur í byrjunarlið Chelsea í fyrsta sinn síðan í ágúst er liðið mætti Bolton á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem var á undan til að skora fyrsta markið. Solomon Kalou var þar að verki. Þannig stóðu leikar allt til leiksloka. Chelsea vann góðan sigur og er nú með fimmtán stig í deildinni og er stigi á eftir Liverpool. Töframaðurinn Elano skoraði tvívegis í dag. Hér fagnar hann öðru marka sinna ásamt Martin Petrov og fleiri félögum sínum.Nordic Photos / Getty Images Manchester City-Middlesbrough 3-1 Manchester City heldur áfram að brillera í ensku úrvalsdeildinni og aftur skoraði brasilíski töframaðurinn Elano glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Það var þriðja mark leiksins gegn Middlesbrough en City vann leikinn, 3-1. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Chris Riggott gerir sig sekan um slæm mistök eftir að boltinn berst inn á teig eftir hornspyrnu Martin Petrov. Elano skoraði annað mark leiksins, frábært skot af 25 metra færi sem hafnaði í netinu. Aukaspyrnan var svo af 20 metra færi og er Elano sjálfsagt í dag orðinn einn heitasti knattspyrnumaður heimsins. Ben Hutchinson klóraði í bakkann fyrir Middlesbrough undir lok leiksins en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Sam Allardyce undirbýr hér skiptingu Michael Owen. Sú skipting átti sannarlega eftir að borga sig.Nordic Photos / Getty Images Newcastle-Everton 3-2 Newcastle vann afar góðan sigur á Everton, 3-2, með tveimur síðbúnum mörkum. Nicky Butt skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins er hann vippaði boltanum laglega yfir Tim Howard í marki Everton. Andy Johnson jafnaði hins vegar metin með sínu fyrsta marki fyrir Everton síðan í mars og fagnaði hann því vel. Það dugði þó ekki til. Varamennirnir Emre og Michael Owen skoruðu með skömmu millibili undir lok leiksins og þó svo að Mikel Arteta hafi minnkað muninn í blálokin vann Newcastle góðan sigur í dag. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, sem þarf nauðsynlega á Owen að halda í næstu leikjum enska landsliðsins. Brett Emerton reynir hér að komast fram hjá Fabrice Muamba, leikmanni Birmingham, en án árangurs.Nordic Photos / Getty Images Blackburn-Birmingham 2-1 Blackburn vann góðan 2-1 sigur á Birmingham. David Bentley kom Blackburn yfir í fyrri hálfleik og Benni McCarthy bætti um betur úr vítaspyrnu í þeim síðari. Cameron Jerome minnkaði muninn fyrir Birmingham. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Liverpool mátti þakka kærlega fyrir að tapa ekki tveimur leikjum á Anfield í sömu vikunni eftir 2-2 jafntefli við Tottenham. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool frá tapleiknum gegn Marseille í Meistaradeildinni í vikunni, en án árangurs. Það byrjaði þó vel þegar Andriy Voronin fylgdi vel eftir aukaspyrnu Steven Gerrard sem Paul Robinson varði í marki Tottenham. Gerrard átti svo skot í stöng úr annarri aukaspyrnu skömmu síðar. En það var svo Robbie Keane sem stal senunni eftir það. Undir lok hálfleiksins kom hár bolti á vallarhelming Liverpool. Dimitar Berbatov vann skallaeinvígi við Sami Hyypia og lagði boltann fyrir Robbie Keane sem skoraði með laglegu skoti. Þetta var fyrsta markið á tímabilinu sem Liverpool fær á sig sem kemur ekki úr föstu leikatriði. En svo gerðist það sama aftur. Robinson tók langa aukaspyrnu, Berbatov fór létt með Hyypia og Keane skilaði knettinum í netið. Þegar annað tap Liverpool á Anfield í sömu vikunni virtist blasa við kom Fernando Torres þeim til bjargar. Hann skoraði gott mark með skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir Liverpool. Frank Lampard er hér á fleygiferð með Chelsea í dag. Ivan Campo og Gavin McCann fylgjast með.Nordic Photos / Getty Images Bolton-Chelsea 0-1 Frank Lampard var kominn aftur í byrjunarlið Chelsea í fyrsta sinn síðan í ágúst er liðið mætti Bolton á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en það var Chelsea sem var á undan til að skora fyrsta markið. Solomon Kalou var þar að verki. Þannig stóðu leikar allt til leiksloka. Chelsea vann góðan sigur og er nú með fimmtán stig í deildinni og er stigi á eftir Liverpool. Töframaðurinn Elano skoraði tvívegis í dag. Hér fagnar hann öðru marka sinna ásamt Martin Petrov og fleiri félögum sínum.Nordic Photos / Getty Images Manchester City-Middlesbrough 3-1 Manchester City heldur áfram að brillera í ensku úrvalsdeildinni og aftur skoraði brasilíski töframaðurinn Elano glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Það var þriðja mark leiksins gegn Middlesbrough en City vann leikinn, 3-1. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Chris Riggott gerir sig sekan um slæm mistök eftir að boltinn berst inn á teig eftir hornspyrnu Martin Petrov. Elano skoraði annað mark leiksins, frábært skot af 25 metra færi sem hafnaði í netinu. Aukaspyrnan var svo af 20 metra færi og er Elano sjálfsagt í dag orðinn einn heitasti knattspyrnumaður heimsins. Ben Hutchinson klóraði í bakkann fyrir Middlesbrough undir lok leiksins en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Sam Allardyce undirbýr hér skiptingu Michael Owen. Sú skipting átti sannarlega eftir að borga sig.Nordic Photos / Getty Images Newcastle-Everton 3-2 Newcastle vann afar góðan sigur á Everton, 3-2, með tveimur síðbúnum mörkum. Nicky Butt skoraði fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiksins er hann vippaði boltanum laglega yfir Tim Howard í marki Everton. Andy Johnson jafnaði hins vegar metin með sínu fyrsta marki fyrir Everton síðan í mars og fagnaði hann því vel. Það dugði þó ekki til. Varamennirnir Emre og Michael Owen skoruðu með skömmu millibili undir lok leiksins og þó svo að Mikel Arteta hafi minnkað muninn í blálokin vann Newcastle góðan sigur í dag. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, sem þarf nauðsynlega á Owen að halda í næstu leikjum enska landsliðsins. Brett Emerton reynir hér að komast fram hjá Fabrice Muamba, leikmanni Birmingham, en án árangurs.Nordic Photos / Getty Images Blackburn-Birmingham 2-1 Blackburn vann góðan 2-1 sigur á Birmingham. David Bentley kom Blackburn yfir í fyrri hálfleik og Benni McCarthy bætti um betur úr vítaspyrnu í þeim síðari. Cameron Jerome minnkaði muninn fyrir Birmingham.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira