Enska knattspyrnusambandið er að skoða hugsanlega möguleika til að sporna gegn slæmri hegðun leikmanna í garð dómara. Ein hugmyndin er sú að aðeins fyrirliðum verði heimilt að ræða við dómarana.
Í fyrstu verða gerðar tilraunir með þetta í leikjum í yngri flokkum og neðri deildum Englands. Brian Barwick hjá enska knattspyrnusambandinu segir ekki ólíklegt að þetta sé það sem koma skal.
Þá er enska knattspyrnusambandið að skoða nýja tækni til að útkljá hvort boltinn fari yfir marklínuna.