Innlent

Vilja lækka áfengisverð á Íslandi

Þverpólitískur vilji virðist vera til þess að lækka áfengisverð hér á landi, samkvæmt samtölum Blaðsins við stjórnmálamenn í öllum flokkum.

Samkvæmt Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins er áfengisverð hér á landi 126 pósent hærra en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum.

Blaðið bar málið undir þó nokkra forystumenn flokkana og hnigu svör allra að því að eðlilegt væri að lækka verðið og sumir vildu efla forvarnir á móti. Má þar nefna Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þá hefur um fimmtungu þingmanna stjórnarliðsins þegar lagt til að lög og reglur um áfengissölu verði endurskoðuð.

Undantekning frá hugmyndum um lækkun er þó sú skoðun Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Frjálslyndra, sem vill óbreytt ástand og formaður hans, Guðjón Arnar Kristjánsson vildi skoða málið nánar áður en hann tæki afstöðu. Áfengisgjald á hvern lítra af sterku víni er rúmlega 2,600 krónur hér á landi , en aðeins 340 krónur í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×