Innlent

Vatnsfjarðarvegur lokaður vegna framkvæmda

Vatnsfjarðarvegur númer 633 verður lokaður til hádegis á morgun vegna vegaframkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er í gildi viðvörun vegna tjörublæðinga í slitlagi á Kræklingarhlíð norðan Akureyrar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða.

Ennfremur kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar að búið er að ljúka fyrsta áfanga malbikunar við nýtt hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vestrlandsveg við gatnamót Þingvallavegar hefur nú verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×