Innlent

Stytta af Jaka í Breiðholti

Lagt hefur verið til að reist verði stytta af verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, - Gvendi Jaka - í Breiðholti.

Með staðsetningunni er vísað til þess að hann var einn þeirra manna sem stuðlaði að þeim miklu umbótum í húsnæðismálum sem fólust í uppbyggingu Breiðholtsins.

Breiðholtið átti að leysa húsnæðiseklu í höfuðborginni en þegar ráðist var í þessa stórhuga áætlun var enn búið í braggahverfum í borginni. Áformin voru hluti samninga - eins konar þjóðarsáttar og var hlutur verkalýðshreyfingarinnar ekki lítill í að gera þetta að veruleika.

Guðmundur J Guðmundndsson, verkalýðsleiðtogi - oftast nefndur Guðmundur Jaki var einn þeirra manna sem lagði þarna hönd á plóg. Hann lést í júní 1997. Nú hvetja Samfylkingarmenn í Breiðholti borgaryfirvöld og verkalýðshreyfingu til þess að koma fyrir styttu af Guðmundi á góðum og áberandi stað í Breiðholti. Með staðsetningunni yrði minnst hlutverks Guðmudnar í þessu stóra skrefi í húsnæðismálum sem Breiðholtið var - en sjálfur bjó hann frá upphafi í hverfinu. Með framtakinu væri Guðmundi sýndur réttmætur sómi - eins og segir í tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×