Innlent

Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp

Búið er að loka veguinum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×