Innlent

Gögnunum skilað inn í dag

Frestur Geymis ehf. til að skrá sig sem starfsmannaleigu hjá Vinnumálastofnun rann út um miðnætti í nótt. Helgi Eiríksson, framkvæmdastjóri Geymis, segir að spurningum Vinnumálastofnunar hafi verið svarað og umbeðnum gögnum verði skilað inn í dag.

Vinnumálastofnun telur að starfsemi Geymis flokkist undir starfsemi starfsmannaleigu og beri að skrá hana samkvæmt því. Helgi segir að ekkert sé athugavert við starfsemi fyrirtækisins og telur að búið sé að leysa málið.

Geymir kom í fréttir árið 2005 þegar ASÍ taldi að tólf Pólverjar fengju langtum lægri laun en kveðið væri á um í kjarasamningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×