Innlent

Hnefahögg við Grund

Umrætt atvik átti sér stað fyrir utan elliheimilið Grund við Hringbraut.
Umrætt atvik átti sér stað fyrir utan elliheimilið Grund við Hringbraut.

Í dag var þingfest ákæra á hendur sautján ára gömlum dreng sem er gefið að sök að hafa slegið annan sextán ára hnefahöggum í andlit fyrir utan elliheimilið Grund í október á síðasta ári með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeinum vinstra megin, heilahristing og höfuðverk.

Auk þess fer móðir fórnarlambsins fram á að foreldrar hins ákærða verði dæmd til að greiða 300 þúsund króna bætur.

Ákærði neitaði sök að hluta og mun aðalmeðferð málsins fara fram á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×