Enski boltinn

United hefur yfir 2-0 gegn Derby

Carlos Tevez í baráttu við varnarmenn Derby
Carlos Tevez í baráttu við varnarmenn Derby NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Lítið hefur verið skorað til þessa og rigningardemba og þoka eru að setja svip sinn á leikina á Englandi í dag.

Manchester United hefur 2-0 yfir gegn botnliði Derby þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna á Old Trafford. Ryan Giggs (40.) og Carlos Tevez (45.)skoruðu mörk heimamanna og þá átti Wayne Rooney skot í stöng.

Chelsea hefur líka yfirburði gegn Sunderland á Stamford Bridge en þar skilur mark Andriy Shevchenko liðin að í hálfleik. Sunderland hefur lagt liðsrútunni fyrir framan mark heimamanna en það nægði ekki eftir að Úkraínumaðurinn skoraði á 23. mínútu.

Vandræði Newcastle virðast ætla að halda áfram en liðið er að gera 1-1 jafntefli við Birmingham á heimavelli. Cameron Jerome kom gestunum frá Birmingham yfir eftir aðeins 9 mínútur, en Obafemi Martins jafnaði úr víti á 36. mínútu.

Þá er markalaust í leik Everton og Fulham á Goodison Park í Liverpool.

Reading og Liverpool eigast svo við síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×