Erlent

Útvarpskona myrt í Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur syrgja Zakia Zaki
Mynd/ AFP

Ung kona, Zakia Zaki, eigandi útvarpsstöðva í Afganistan, var skotin til bana fyrir skömmu. Konan var sofandi í rúmi sínu við hliðina á 20 mánaða gömlum syni sínum á heimili þeirra nærri Kabul. Hún var skotin sjö sinnum, þar á meðal í höfuð og brjóst. Börn hennar sakaði ekki. Vitað er að ódæðismennirnir voru þrír en ekki er vitað hverjir þeir voru. Ástæður verknaðarins eru ókunnir.

Zakia Zaki var 35 ára gömul og vann sem blaðamaður og kennari. Hún var ein fárra kvenna sem tjáðu sig opinberlega á tímum talíbanastjórnarinnar. Hún stofnaði einnig og rak útvarpsstöðina Radio Peace eftir að talibanastjórnin féll árið 2001. Sú stöð var fjármögnuð af bandarískum aðilum.

Þetta er í annað skipti á fáeinum dögum sem blaðakona er myrt í Afganistan. Stjórnvöld hafa fordæmt verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×