Erlent

Mótmæli á G8 ráðstefnunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mótmælandi í gerfi trúðs hleypur undan lögreglumanni.
Mótmælandi í gerfi trúðs hleypur undan lögreglumanni. MYND/AFP

Mótmælendum og lögreglu lenti saman í Þýskalandi í dag, þegar mótmælendurnir reyndu að loka götum í átt að G8 ráðstefnunni. Að minnsta kosti átta lögreglumenn slösuðust eftir grjótárásir. Lögreglan réðst á mótmælendur með vatnsafli til þess að róa þá. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. Bæði reyndu mótmælendurnir að hindra för leiðtoga fundarins og blaðamanna að fundarstað. Um 16 þúsund manns starfa við að vakta svæðið í kringum fundinn og eru leiðtogar fundarins varðir af 12,5 kílómetra langri og 2,5 metra hárri girðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×