Innlent

Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns

Töluverðar skemmdir voru unnar á nýlegri jeppabifreið lögreglumanns á Blönduósi í nótt. Maðurinn býr á Skagaströnd. Bifreiðinni var lagt við heimili hans þar þegar ódæðið var unnið. Sami lögreglumaður lenti í því fyrir skömmu að heimatilbúin sprengja var sprengd við heimli hans í febrúar á þessu ári. Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir í dag og yfirheyrðir vegna málsins. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi er um að ræða sömu menn og grunaðir voru um sprenginguna við heimili lögreglumannsins. Þeir játuðu verknaðinn og hefur verið sleppt. Málið telst upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×