Enski boltinn

Clattenburg þoldi ekki að heyra sannleikann

Sir Alex fór á límingunum í dag
Sir Alex fór á límingunum í dag NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var rekinn af bekknum hjá Manchester United í tapinu gegn Bolton í dag fyrir að brúka munn við dómarann. Skotinn segist aðeins hafa sagt Clattenburg dómara sannleikann.

"Ég sagði dómaranum mína meiningu og sumum dómurum er illa við það. Þeir vilja ekki heyra sannleikann. Ég sgði honum bara hve illa hann hefði staðið sig í fyrri hálfleik. Ég veit að Bolton er í harðri baráttu á botninum en þeir voru að mínu mati full grimmir og ég var bara að leita eftir því að dómarinn passaði upp á leikmennina," sagði Ferguson.

Gary Megson, nýráðinn stjóri Bolton, var að sjálfssögðu kátari eftir leikinn. "Það var frábært að sjá hungrið og baráttuna í strákunum í dag og þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Mér finnst liðið vera að rétta úr kútnum og þessi sigur getur orðið til þess að liðið rífi sig upp af botninum - því ég er handviss um að það hefur ekkert erindi þar," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×