Enski boltinn

Chelsea í fjórða sætið

Salomon Kalou skoraði fyrir Chelsea í kvöld
Salomon Kalou skoraði fyrir Chelsea í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Chelsea skellti sér í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar það lagði botnlið Derby 2-0 á útivelli í síðasta leik dagsins. Salomon Kalou og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Chelsea en Michael Essien lét reka sig af velli undir lokin.

Áhorfendur á Pride Park bauluðu grimmt á ensku landsliðsmennina í Chelsea liðinu eftir vonbrigði enska landsliðsins í vikunni. Það var ekkert einsdæmi því landsliðsmennirnir fengu að heyra það á öllum völlum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×