Enski boltinn

Heimamenn skora lítið í úrvalsdeildinni

Steven Gerrard er eini Englendingurinn sem hefur skorað hjá Liverpool í deildinni
Steven Gerrard er eini Englendingurinn sem hefur skorað hjá Liverpool í deildinni NordicPhotos/GettyImages

Englendingar hafa skorað aðeins 31,3% þeirra marka sem skoruð hafa verið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni til þessa. Arsenal kemur verst út úr þessari samantekt þar sem enginn Englendingur hefur náð að skora til þessa.

Ensku leikmennirnir hjá Aston Villa hafa verið iðnastir við kolann þegar kemur að heildarfjölda marka og hafa skorað 68% af 25 mörkum liðsins.

Það eru hinsvegar Englendingarnir hjá West Ham sem eru hlutfallslega duglegastir að skora fyrir lið sitt, því þeir hafa skorað 75% af 16 mörkum liðsins.

Þar fyrir utan eru aðeins tvö lið í deildinni sem státa af þeim árangri að hafa Englendinga í sínum röðum sem hafa skorað meira en helming markana til þessa. Þetta eru Derby, þar sem enskir hafa skorað 60% af aðeins 5 mörkum liðsins og Middlesbrough þar sem enskir hafa skorað 53,8% af 13 mörkum liðsins.

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir mörk liðanna í deildinni til þessa og hversu stóran þátt enskir leikmenn eiga í markaskorun.

Ensk mörk - Lið - Heildarmörk - Hlutfall enskra marka



0- Arsenal 31 - 0%

1- Bolton 12 - 8,3%

2- Portsm. 24 - 8,3%

2- Man City 18 - 11,1%

2- Fulham 16 - 12,5%

3- Derby 5 - 60%

4- Wigan 11 - 36,4%

5- Liverpool 25 - 20%

5- Newcastle 18 - 27,8%

5- Sunderland 15 - 33,3%

6- Birmingham 15 - 40%

6- Man United 24 - 25,0%

7- Chelsea 22 - 31,8%

7- Blackburn 20 - 35,0%

7- Middlesbr. 13 - 53,8%

8- Reading 17 - 47,1%

9-- Tottenham 26 - 34,6%

10 Everton 24 - 41,7%

12- West Ham 16 - 75%

17- Aston Villa 25 - 68 %






Fleiri fréttir

Sjá meira


×