Enski boltinn

Coppell íhugar að hætta hjá Reading

Steve Coppell er að fá nóg af bransanum
Steve Coppell er að fá nóg af bransanum NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segist ætla að taka sér frí frá boltanum í nánustu framtíð.

"Ég er farinn að horfa til þess að hætta í bili í nánustu framtíð," sagði Coppell í samtali við Sun.

"Ég var í níu ár hjá Crystal Palace, svo hjá Brentford, þá Brighton og svo fjögur ár hérna (hjá Reading). Það væri líklega best fyrir mig að fara að taka mér smá frí. Ég myndi líklega gera það sem Paul Jewell gerði. Losa mig aðeins út úr leiknum og reyna að læra meira. Það væri gaman að ferðast og sjá hvað aðrir stjórar í Evrópu eru að gera," sagði Coppell.

Hann ætlar þó að klára leiktíðina hjá Reading en segir að það taki mikinn toll á menn að vera knattspyrnustjórar.

"Það er ekki hægt að njóta starfsins. Maður vinnur alla vikuna til að ná í sigur um helgina. Ef maður vinnur fer maður í sigurvímu í 20 mínútur en eftir það tekur við undirbúningur fyrir næsta leik. Ef maður tapar sekkur maður í kviksyndi og þá fer maður að spyrja sig af hverju maður sé að þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×