Enski boltinn

Andriy Shevchenko er leikmaður 19. umferðar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko.

Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko raðaði inn mörkunum fyrir AC Milan áður en hann var keyptur til Chelsea. Væntingarnar voru miklar en hann hefur heldur betur ollið vonbrigðum á Englandi. Nú gæti hinsvegar verið að birta til.

Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 19. umferðar - Andriy Shevchenko.

Talað hefur verið um að það hafi aldrei verið vilji Jose Mourinho að kaupa Shevchenko heldur hafi það verið ákvörðun Roman Abramovich. Eftir að Avram Grant tók við Chelsea virðist Shevchenko endurheimt sjálfstraustið sem honum hefur vantað.

Shevchenko skoraði tvö mörk fyrir Chelsea þegar liðið gerði ótrúlegt 4-4 jafntefli við Aston Villa á öðrum degi jóla. Annað þeirra kom úr vítaspyrnu en hitt var sérlega glæsilegt. Auk þess að skora þessi mörk þá lagði hann upp mark fyrir Alex í leiknum.

Ferill Shevchenko hófst með unglingaliði Dynamo í Kænugarði en hann var ekki lengi að brjótast inn í aðalliðið. Ítalska stórliðið AC Milan kom auga á leikmanninn og keypti hann árið 1999. Þar lék hann til 2006 og skoraði 127 mörk í 208 leikjum.

11. maí 2006 var tilkynnt að hann væri á leið til Chelsea. Þar hefur hann átt erfitt uppdráttar og virðist fyrst núna vera að vakna almennilega til lífsins. Það efast enginn um hæfileika leikmannsins sem er fæddur markaskorari en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum fyrir Úkraínu.

Shevchenko er giftur bandarísku fyrirsætunni Kristen Pazik og er talið að hún hafi átt stóran þátt í því að hann ákvað að fara til Englands. Vilji Pazik var að börn þeirra myndu alast upp í landi þar sem enska væri töluð. Annar sonur þeirra heitir Jordan en hann var skírður eftir körfuboltahetjunni.

Fullt nafn: Andriy Mykolayovych Shevchenko.

Fæddur: 19. september 1976.

Félög: Dynamo Kiev, AC Milan og Chelsea.

Númer: 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×