Erlent

Festust í kolanámu

Björgunarmenn reyndu í gær við erfiðar aðstæður að ná til rúmlega þrjátíu námuverkamanna sem fastir voru í kolanámu nærri bænum Henan í Kína. Fjörutíu og tveir námuverkamenn voru í göngum námunnar þegar sprenging varð þar inni. Aðeins níu tókst að komast út.

Lögreglan leitar nú sex manna, þeirra á meðal yfirmanna námunnar, sem flúðu eftir að slysið varð. Kolanámur Kínverja eru þær banvænstu í heiminum en þar verða á hverju ári fjöldi eldsvoða, flóða og annarra hörmunga þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að bæta öryggi í námunum. Samkvæmt opinberum tölum í Kína létu að meðaltali þrettán manns lífið á hverjum degi í námaslysum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×