Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju 18. ágúst 2007 04:45 Árás drengsins á leigubílstjóra í apríl síðastliðnum var lífshættuleg MYND/stefán „Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira