Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju 18. ágúst 2007 04:45 Árás drengsins á leigubílstjóra í apríl síðastliðnum var lífshættuleg MYND/stefán „Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
„Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira