Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Jón Örn Guðbjartsson skrifar 30. júní 2007 18:37 Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. Óhætt er að fullyrða að með þessari tækni nái lögreglan að margfalda afköst sín. Lögreglumaður flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík yfir í Borgarfjörð á liðlega 15 mínútum og mældi hraða bifreiða úr lofti yfir Hafnarfjalli. Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður umferðardeildar, beindi þá hraðamæli að bílaumferð og naut aðstoðar lögreglumanns á jörðu niðri við að stöðva þá ökumenn sem gerðust brotlegir við lög. Með því að beita þyrlu Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar með þessum hætti nær lögreglan yfir afar stórt svæði og fer fljótt yfir segir Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hún fullyrðir að þessi aðferð skili miklum árangri og hafi auk þess forvarnarlegt gildi. Norðar í Borgarfirði settist þyrlan nærri vegarkanti og lögreglumaður fór fótgangandi ásamt Viggó M. Sigurðssyni stýrimanni hjá Landhelgisgæslunni og beindu þeir hraðamælitækinu að þungri umferð á suðurleið. Á örskömmum tíma mældust þrjár bifreiðir á yfir 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tvær bifreiðir af þessum þremur voru með tengivagna, önnur með fellihýsi og hin með hestvagn. Brotin eru því mun alvarlegri fyrir bragðið. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. Óhætt er að fullyrða að með þessari tækni nái lögreglan að margfalda afköst sín. Lögreglumaður flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík yfir í Borgarfjörð á liðlega 15 mínútum og mældi hraða bifreiða úr lofti yfir Hafnarfjalli. Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður umferðardeildar, beindi þá hraðamæli að bílaumferð og naut aðstoðar lögreglumanns á jörðu niðri við að stöðva þá ökumenn sem gerðust brotlegir við lög. Með því að beita þyrlu Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar með þessum hætti nær lögreglan yfir afar stórt svæði og fer fljótt yfir segir Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hún fullyrðir að þessi aðferð skili miklum árangri og hafi auk þess forvarnarlegt gildi. Norðar í Borgarfirði settist þyrlan nærri vegarkanti og lögreglumaður fór fótgangandi ásamt Viggó M. Sigurðssyni stýrimanni hjá Landhelgisgæslunni og beindu þeir hraðamælitækinu að þungri umferð á suðurleið. Á örskömmum tíma mældust þrjár bifreiðir á yfir 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tvær bifreiðir af þessum þremur voru með tengivagna, önnur með fellihýsi og hin með hestvagn. Brotin eru því mun alvarlegri fyrir bragðið.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira