Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Jón Örn Guðbjartsson skrifar 30. júní 2007 18:37 Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. Óhætt er að fullyrða að með þessari tækni nái lögreglan að margfalda afköst sín. Lögreglumaður flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík yfir í Borgarfjörð á liðlega 15 mínútum og mældi hraða bifreiða úr lofti yfir Hafnarfjalli. Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður umferðardeildar, beindi þá hraðamæli að bílaumferð og naut aðstoðar lögreglumanns á jörðu niðri við að stöðva þá ökumenn sem gerðust brotlegir við lög. Með því að beita þyrlu Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar með þessum hætti nær lögreglan yfir afar stórt svæði og fer fljótt yfir segir Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hún fullyrðir að þessi aðferð skili miklum árangri og hafi auk þess forvarnarlegt gildi. Norðar í Borgarfirði settist þyrlan nærri vegarkanti og lögreglumaður fór fótgangandi ásamt Viggó M. Sigurðssyni stýrimanni hjá Landhelgisgæslunni og beindu þeir hraðamælitækinu að þungri umferð á suðurleið. Á örskömmum tíma mældust þrjár bifreiðir á yfir 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tvær bifreiðir af þessum þremur voru með tengivagna, önnur með fellihýsi og hin með hestvagn. Brotin eru því mun alvarlegri fyrir bragðið. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. Óhætt er að fullyrða að með þessari tækni nái lögreglan að margfalda afköst sín. Lögreglumaður flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík yfir í Borgarfjörð á liðlega 15 mínútum og mældi hraða bifreiða úr lofti yfir Hafnarfjalli. Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður umferðardeildar, beindi þá hraðamæli að bílaumferð og naut aðstoðar lögreglumanns á jörðu niðri við að stöðva þá ökumenn sem gerðust brotlegir við lög. Með því að beita þyrlu Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar með þessum hætti nær lögreglan yfir afar stórt svæði og fer fljótt yfir segir Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hún fullyrðir að þessi aðferð skili miklum árangri og hafi auk þess forvarnarlegt gildi. Norðar í Borgarfirði settist þyrlan nærri vegarkanti og lögreglumaður fór fótgangandi ásamt Viggó M. Sigurðssyni stýrimanni hjá Landhelgisgæslunni og beindu þeir hraðamælitækinu að þungri umferð á suðurleið. Á örskömmum tíma mældust þrjár bifreiðir á yfir 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tvær bifreiðir af þessum þremur voru með tengivagna, önnur með fellihýsi og hin með hestvagn. Brotin eru því mun alvarlegri fyrir bragðið.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira