Innlent

­Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson

Hagfræðingur LÍÚ er ekki ánægður með Sturlu Böðvarsson.
Hagfræðingur LÍÚ er ekki ánægður með Sturlu Böðvarsson. MYND/Teitur

Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega ræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn þar sem hann sagði að kvótakerfið hefði mistekist. Sveinn segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðu Sturlu og hann spyr hvernig Sturla hafi getað skipast í ríkisstjórn í fjöldamörg ár með þá skoðun að kvótakerfið væri ónothæft.

„Það er ekki ofsögum sagt að þeir sem undirritaður hefur hitt og hafa fylgjast með málefnum greinarinnar og þekkja til fiskveiðistjórnarkerfisins hafi hreinlega orðið orðlausir þegar þeir heyrðu ummæli forseta Alþingis. Sérstaklega í ljósi þess að hér var á ferðinni fyrrum ráðherra til margra ára og þingmaður úr mikilvægu sjávarútvegskjördæmi. Stjórnmálamaður sem hefur notið þess að geta verið í ríkisstjórn, sem hefur einbeitt sér að fjölmörgum framfaramálum m.a. vegna þeirra sóknarfæra sem öflugur sjávarútvegur hefur skapað þjóðarbúinu. Hvað hefur hann verið að hugsa öll árin í ríkisstjórn og á Alþingi? Sjálfur ráðherrann í frjálshyggju- og framfarastjórn Davíðs Oddssonar, hvernig hefur hann getað skipast þarna öll árin," spyr Sveinn meðal annars.

 

Hér má sjá pistilinn í Fiskifréttum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×