Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún áttu leynifundi rétt fyrir kosningar 1. júlí 2007 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hittust tvívegis á leynifundum skömmu fyrir þingkosningarnar í maí til að leggja á ráðin um stjórnarsamstarf. Þetta uppplýsir Steingrímur í viðtali við Fréttablaðið í dag.Steingrímur kveðst í viðtalinu hafa ítrekað átt frumkvæði að samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu vikurnar fyrir kosningarnar og þau meðal annars hist tvisvar á heimili hennar skömmu fyrir kjördag. Hans hugmynd hafi verið að gera trúnaðarbandalag þeirra tveggja um að fara ekki í viðræður við aðra án samráðs við hinn flokkinn. Þessu hafi Ingibjörg eytt en í staðinn rætt þann möguleika hálfum mánuði fyrir kosningar að kanna hvort framsóknarmenn hefðu einhvern hug á samstarfi, ef útkoma kosninganna yrði slík að nauðsynlegt yrði að horfa til þeirra. Ingibjörg hafi ítrekað spurt hvaða möguleika hann teldi á samstarfsvilja framsóknarmanna. Steingrímur segist þessvegna hafa látið kanna í gegnum trúnaðarsamtöl við ónefnda framsóknarmenn hvort eitthvað þýddi að senda formlegar meldingar. Niðurstaðan hafi verið sú að líklegast væri að Framsóknarmenn hefðu hug á að halda samstarfinu áfram með Sjálfstæðisflokknum, ef það byðist, en annars að fara í stjórnarandstöðu. Steingrímur segir að sú hugmynd hafi verið frá sér komin að kanna hvort Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn að veita minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar stuðning og hann hefði kynnt Ingibjörgu hana á stuttum fundi þeirra í Alþingishúsinu daginn eftir kosningar. Ingibjörg hefði ekki hafnað hugmyndinni en talið að slík stjórn hefði orðið of veik. Steingrímur kveðst þó ekki viss um að þessar tilraunir sínar hafi verið til einhvers því hann gruni að núverandi stjórnarsamstarf hafi í raun verið komið á koppinn. Hann velti því fyrir sér hvort stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ekki alltaf verið í spilunum. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hittust tvívegis á leynifundum skömmu fyrir þingkosningarnar í maí til að leggja á ráðin um stjórnarsamstarf. Þetta uppplýsir Steingrímur í viðtali við Fréttablaðið í dag.Steingrímur kveðst í viðtalinu hafa ítrekað átt frumkvæði að samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu vikurnar fyrir kosningarnar og þau meðal annars hist tvisvar á heimili hennar skömmu fyrir kjördag. Hans hugmynd hafi verið að gera trúnaðarbandalag þeirra tveggja um að fara ekki í viðræður við aðra án samráðs við hinn flokkinn. Þessu hafi Ingibjörg eytt en í staðinn rætt þann möguleika hálfum mánuði fyrir kosningar að kanna hvort framsóknarmenn hefðu einhvern hug á samstarfi, ef útkoma kosninganna yrði slík að nauðsynlegt yrði að horfa til þeirra. Ingibjörg hafi ítrekað spurt hvaða möguleika hann teldi á samstarfsvilja framsóknarmanna. Steingrímur segist þessvegna hafa látið kanna í gegnum trúnaðarsamtöl við ónefnda framsóknarmenn hvort eitthvað þýddi að senda formlegar meldingar. Niðurstaðan hafi verið sú að líklegast væri að Framsóknarmenn hefðu hug á að halda samstarfinu áfram með Sjálfstæðisflokknum, ef það byðist, en annars að fara í stjórnarandstöðu. Steingrímur segir að sú hugmynd hafi verið frá sér komin að kanna hvort Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn að veita minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar stuðning og hann hefði kynnt Ingibjörgu hana á stuttum fundi þeirra í Alþingishúsinu daginn eftir kosningar. Ingibjörg hefði ekki hafnað hugmyndinni en talið að slík stjórn hefði orðið of veik. Steingrímur kveðst þó ekki viss um að þessar tilraunir sínar hafi verið til einhvers því hann gruni að núverandi stjórnarsamstarf hafi í raun verið komið á koppinn. Hann velti því fyrir sér hvort stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ekki alltaf verið í spilunum.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira