Innlent

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar höfðu skiptar skoðanir á þjónustu Icelandair.
Farþegar höfðu skiptar skoðanir á þjónustu Icelandair. MYND/365

Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega.

Það er óhætt að segja að í dag hafi ríkt ringulreið á flugvellinum í Glasgow. Flugvellinum var lokað um tíma og hefur einungis verið opnaður að hluta. Búist var við að allt að 20 flugferðum þaðan yrði aflýst í dag. Einnig hafa verið tafir á flugvöllunum í Edinburgh og Aberdeen.

 

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×