Innlent

Fermingar hafnar

Fermingar eru hafnar og í dag er víða verið að ferma börn í kirkjum landsins. Fréttastofan leit við í Grafarvogskirkju í morgun þar sem föngulegur hópur fermingarbarna staðfesti skírnarsáttmála sinn.

Á árum áður var einnig litið svo á að með fermingunni væri fólk tekið í fullorðinsmanna tölu. Þeir tímar hafa breyst enda hóf fólk þáttöku í atvinnulífi mun fyrr en það gerir nú, og stofnaði jafnvel til heimilis sextán til átján ára gamalt.

Fermingar ná yfirleitt hámarki um páskana en þúsundir barna fermast í ár eins og fyrri ár. Þetta er einnig annatími hjá verslunum, enda hefur aukin velmegun þjóðarinnar kallað á fleiri og dýrari gjafir, þótt samfélagið við Krist eigi og hljóti að vera stærsta gjöfin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×