Enski boltinn

Mourinho: Af hverju ekki?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho er ekki afhuga því að gerast þjálfari enska landsliðsins.
Jose Mourinho er ekki afhuga því að gerast þjálfari enska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho hefur nú gefið alvarlega til kynna að hann sé reiðubúinn að taka að sér starf landsliðsþjálfara í Englandi.

„Af hverju ekki?" sagði hann í stuttu samtali við fréttamann Sky sjónvarpstöðvarinnar nú í kvöld, fyrir utan heimili sitt í Portúgal. Hann var spurður hvort hann gæti hugsað sér að taka að sér starfið.

Hann bætti því við að hann hefði ekkert á móti því að eyða nokkrum dögum í Lundúnum með fjölskyldu sinni til þess að kaupa nokkrar jólagjafir en því myndi enginn trúa. Hann hefði því ákveðið að vera um kyrrt í Portúgal

Lengra var viðtalið ekki en þessi tvö orð (Why not?) fara nú um heiminn eins og eldur í sinu.

Í morgun var því haldið fram að enska knattspyrnusambandið hefði haft samband við umboðsmann Mourinho. Því neitaði sambandið svo í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×