Enski boltinn

Besta miðvarðapar Evrópu?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand.
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand.

John O'Shea, leikmaður Manchester United, segir að Rio Ferdinand og Nemanja Vidic myndi sterkasta miðvarðapar í Evrópuboltanum. United hefur haldið marki sínu hreinu í sex deildarleikjum í röð.

O'Shea hefur verið að spila í hægri bakverðinum í síðustu leikjum. „Ég er virkilega ánægður með varnarleik okkar í síðustu leikjum. Þar spila Rio og Nemanja stórt hlutverk. Að mínu mati er ekki hægt að biðja um betri miðverði," sagði Írinn hávaxni.

„Fyrir varnarmann að halda hreinu er eins og fyrir sóknarmann að skora mörk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×