Enski boltinn

Martin Jol tekur ekki við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Jol, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham.
Martin Jol, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Martin Jol hefur afráðið að hann verði næsti knattspyrnustjóri Fulham sem tapaði stórt fyrir Tottenham í dag.

Félagið mun hafa rætt við hann á föstudaginn síðastliðinn til að kanna áhuga hans á að verða eftirmaður Lawrie Sanchez sem rekinn var á dögunum.

Hann mun hafa verið spenntur fyrir starfinu í fyrstu en afþakkað það eftir að hann mat það svo að leikmannahópur Fulham væri ekki í stakk búinn fyrir þá baráttu sem er framundan í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Því hefur verið haldið fram að Jol bíði eftir því að eitthvert af betri liðunum í ensku úrvalsdeildinni hafi samband við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×