Brynjar Björn Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið í leik West Ham og Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Spjaldið fékk hann fyrir tveggja fóta tæklingu á Hayden Mullins og má búast við því að hann fái þriggja leikja bann fyrir.
Reading hafði verið sterkari aðilinn í leiknum en það var Nolberto Solano sem kom West Ham yfir í leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Þannig er staðan þegar þetta er skrifað.
Ívar Ingimarsson var sömuleiðis í byrjunarliði Reading í dag.
Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum, þar á meðal brot Brynjars Björns.