Innlent

Nýr iðnaðarráðherra mun stíga varlega til jarðar

„Mitt stærsta verkefni verður að skapa sátt á milli verndunarsjónarmiða og nýtingarsjónarmiða," segir Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra. Hann segir stóriðjumálin hafa skipt þjóðinni í tvennt. „Við ætlum að byrja upp á nýtt."

Össur segir einnig að þjóðin megi búast við því að hann muni sem iðnaðarráðherra stíga hægt og varlega til jarðar. „Þessi ráðherra ætlar að búa til rammaáætlun það hvernig við ætlum að nýta landið okkar," segir Össur og bætir við að hann þurfi að ná góðu samkomulagi við umhverfisráðherra, sem ætti ekki að vera erfitt þar sem þau séu samstíga í þeim málum hann og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Össur segist einnig ákaflega ánægður með þá staðreynd að mikil og góð sátt sé á milli ríkistjórnarflokkanna um þessi mál en á morgun verður stefna stjórnarinnar í stóriðjumálum kynnt.

Sú breyting hefur einnig verið gerð á ráðuneytunum að nú mun iðnaðarráðuneytið fara með ferðamál, sem áður voru á könnu samgönguráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×