Innlent

Fjórar til átta líkamsárásir tilkynntar á nóttu

Á aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um sex árásir til lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Ein árásin var  með þeim hætti að ráðist var á mann á Vegamótastíg rétt fyrir klukkan fimm og hann kýldur þrisvar í andlit. Fórnarlambið tengdist árásarmanninum ekkert og gat ekki gefið neina lýsingu á honum. Því reyndist ekki unnt að kæra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir algengt að fjórar til átta slíkar tilkynningar berist á nóttu. Sem betur fer verði ekki alltaf alvarleg meiðsl á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×