Innlent

Vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur

Gestur Jónsson lögmaður, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vill að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýri betur þau ummæli sem hún lét falla í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag.

 

 

Valgerður sagði í viðtalinu að nýfallinn sýknudómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Héraðsdómi Reykjavíkur kalli á að dómsmálayfirvöld í landinu rannsaki upphaf Baugsmálsins og tilurð.

 

Það vakti sérstaka athygli Gests að Valgerður segðist vita hvernig sjálfstæðismenn töluðu um þessa menn sem þarna ættu í hlut. Þetta þyrfti hún að skýra betur. Þá sagðist Gestur jafnframt telja að almenningur á Íslandi hefði jákvætt viðhorf gagnvart Baugi.

 

Betur verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×