Tímamótasamningur um grænt hverfi í Garðabæ 20. apríl 2007 13:12 Á myndinni eru frá vinstri; Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar, Gunnar Einarsson, Geir Zoëga og Ingjaldur Ásvaldsson stjórnmaður í Urriðaholti ehf. Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Íbúðabyggðin verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Gert er ráð fyrir um 150 þúsund fermetrum atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, í viðskiptastræti á norðanverðu holtinu. Farið verður að ráðstafa þessu svæði í haust og er áætlað að fjögur til fimm þúsund manns muni starfa þar í framtíðinni. Á svæðinu munu því búa og starfa á bilinu átta til tíu þúsund manns. Rammaskipulag Urriðaholts er um 101 hektari. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Urriðaholts, sem gerir ráð fyrir um 377 íbúðum. Oddfellowreglan hefur lengi átt landsvæði við Urriðavatn og Heiðmörk. Reglan tók höndum saman við Viskustein ehf., fyrirtæki bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar um þróun Urriðaholtsins og saman standa þessir aðilar að fyrirtækinu Urriðaholti ehf. Til skamms tíma var rætt um að Háskólinn í Reykjavík nýtti hugsanlega svæðið en hann fékk síðan lóð við Öskjuhlíð. Uppbygging Urriðaholts er sameiginlegt verkefni Urriðaholts ehf. og Garðabæjar. Garðabær annast gatnagerð og innheimtir gatnagerðargjöld, en Urriðaholt selur byggingarrétt. Sala á lóðum hefst 15. maí næstkomandi.TímamótaverkefniSamkomulag er um að Urriðaholt ehf. taki þátt í kostnaði við uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja í Urriðaholti sem nemur kr. 1.338.000.000.Þessi fjárhagslega þátttaka Urriðaholts ehf. í upbyggingu á skóla- og íþróttamannvirkjum eykur möguleika á að standa enn betur að þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Ennfremur er samkomulag um að Urriðaholt ehf. verði virkur þátttakandi í undirbúningi þessarar uppbyggingar.Verkefnið um uppbyggingu Urriðaholts er sérstakt að mörgu leyti og rætt er um tímamótaverkefni í uppbyggingu nýs bæjarhluta í því sambandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja Urriðaholt með það fyrir augum að íbúar fái sem best notið útivistar og nálægðar við náttúruperlurnar Urriðavatn og Heiðmörk. Grænir geirar ganga í gegnum hverfið og þjóna sem útivistarsvæði, gönguleiðir og skjólbelti trjáa. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Íbúðabyggðin verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Gert er ráð fyrir um 150 þúsund fermetrum atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, í viðskiptastræti á norðanverðu holtinu. Farið verður að ráðstafa þessu svæði í haust og er áætlað að fjögur til fimm þúsund manns muni starfa þar í framtíðinni. Á svæðinu munu því búa og starfa á bilinu átta til tíu þúsund manns. Rammaskipulag Urriðaholts er um 101 hektari. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Urriðaholts, sem gerir ráð fyrir um 377 íbúðum. Oddfellowreglan hefur lengi átt landsvæði við Urriðavatn og Heiðmörk. Reglan tók höndum saman við Viskustein ehf., fyrirtæki bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar um þróun Urriðaholtsins og saman standa þessir aðilar að fyrirtækinu Urriðaholti ehf. Til skamms tíma var rætt um að Háskólinn í Reykjavík nýtti hugsanlega svæðið en hann fékk síðan lóð við Öskjuhlíð. Uppbygging Urriðaholts er sameiginlegt verkefni Urriðaholts ehf. og Garðabæjar. Garðabær annast gatnagerð og innheimtir gatnagerðargjöld, en Urriðaholt selur byggingarrétt. Sala á lóðum hefst 15. maí næstkomandi.TímamótaverkefniSamkomulag er um að Urriðaholt ehf. taki þátt í kostnaði við uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja í Urriðaholti sem nemur kr. 1.338.000.000.Þessi fjárhagslega þátttaka Urriðaholts ehf. í upbyggingu á skóla- og íþróttamannvirkjum eykur möguleika á að standa enn betur að þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Ennfremur er samkomulag um að Urriðaholt ehf. verði virkur þátttakandi í undirbúningi þessarar uppbyggingar.Verkefnið um uppbyggingu Urriðaholts er sérstakt að mörgu leyti og rætt er um tímamótaverkefni í uppbyggingu nýs bæjarhluta í því sambandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja Urriðaholt með það fyrir augum að íbúar fái sem best notið útivistar og nálægðar við náttúruperlurnar Urriðavatn og Heiðmörk. Grænir geirar ganga í gegnum hverfið og þjóna sem útivistarsvæði, gönguleiðir og skjólbelti trjáa.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira