Tímamótasamningur um grænt hverfi í Garðabæ 20. apríl 2007 13:12 Á myndinni eru frá vinstri; Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar, Gunnar Einarsson, Geir Zoëga og Ingjaldur Ásvaldsson stjórnmaður í Urriðaholti ehf. Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Íbúðabyggðin verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Gert er ráð fyrir um 150 þúsund fermetrum atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, í viðskiptastræti á norðanverðu holtinu. Farið verður að ráðstafa þessu svæði í haust og er áætlað að fjögur til fimm þúsund manns muni starfa þar í framtíðinni. Á svæðinu munu því búa og starfa á bilinu átta til tíu þúsund manns. Rammaskipulag Urriðaholts er um 101 hektari. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Urriðaholts, sem gerir ráð fyrir um 377 íbúðum. Oddfellowreglan hefur lengi átt landsvæði við Urriðavatn og Heiðmörk. Reglan tók höndum saman við Viskustein ehf., fyrirtæki bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar um þróun Urriðaholtsins og saman standa þessir aðilar að fyrirtækinu Urriðaholti ehf. Til skamms tíma var rætt um að Háskólinn í Reykjavík nýtti hugsanlega svæðið en hann fékk síðan lóð við Öskjuhlíð. Uppbygging Urriðaholts er sameiginlegt verkefni Urriðaholts ehf. og Garðabæjar. Garðabær annast gatnagerð og innheimtir gatnagerðargjöld, en Urriðaholt selur byggingarrétt. Sala á lóðum hefst 15. maí næstkomandi.TímamótaverkefniSamkomulag er um að Urriðaholt ehf. taki þátt í kostnaði við uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja í Urriðaholti sem nemur kr. 1.338.000.000.Þessi fjárhagslega þátttaka Urriðaholts ehf. í upbyggingu á skóla- og íþróttamannvirkjum eykur möguleika á að standa enn betur að þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Ennfremur er samkomulag um að Urriðaholt ehf. verði virkur þátttakandi í undirbúningi þessarar uppbyggingar.Verkefnið um uppbyggingu Urriðaholts er sérstakt að mörgu leyti og rætt er um tímamótaverkefni í uppbyggingu nýs bæjarhluta í því sambandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja Urriðaholt með það fyrir augum að íbúar fái sem best notið útivistar og nálægðar við náttúruperlurnar Urriðavatn og Heiðmörk. Grænir geirar ganga í gegnum hverfið og þjóna sem útivistarsvæði, gönguleiðir og skjólbelti trjáa. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í dag var skrifað undir samsstarfssamning Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um uppbyggingu á Urriðaholti, nýjum bæjarhluta í Garðabæ. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 1.600 íbúðum og að íbúatalan verði um 4.400, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Íbúðabyggðin verður í suðurhlíð holtsins, ofan við Urriðavatn. Gert er ráð fyrir um 150 þúsund fermetrum atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, í viðskiptastræti á norðanverðu holtinu. Farið verður að ráðstafa þessu svæði í haust og er áætlað að fjögur til fimm þúsund manns muni starfa þar í framtíðinni. Á svæðinu munu því búa og starfa á bilinu átta til tíu þúsund manns. Rammaskipulag Urriðaholts er um 101 hektari. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Urriðaholts, sem gerir ráð fyrir um 377 íbúðum. Oddfellowreglan hefur lengi átt landsvæði við Urriðavatn og Heiðmörk. Reglan tók höndum saman við Viskustein ehf., fyrirtæki bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar um þróun Urriðaholtsins og saman standa þessir aðilar að fyrirtækinu Urriðaholti ehf. Til skamms tíma var rætt um að Háskólinn í Reykjavík nýtti hugsanlega svæðið en hann fékk síðan lóð við Öskjuhlíð. Uppbygging Urriðaholts er sameiginlegt verkefni Urriðaholts ehf. og Garðabæjar. Garðabær annast gatnagerð og innheimtir gatnagerðargjöld, en Urriðaholt selur byggingarrétt. Sala á lóðum hefst 15. maí næstkomandi.TímamótaverkefniSamkomulag er um að Urriðaholt ehf. taki þátt í kostnaði við uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja í Urriðaholti sem nemur kr. 1.338.000.000.Þessi fjárhagslega þátttaka Urriðaholts ehf. í upbyggingu á skóla- og íþróttamannvirkjum eykur möguleika á að standa enn betur að þjónustu fyrir íbúa hverfisins. Ennfremur er samkomulag um að Urriðaholt ehf. verði virkur þátttakandi í undirbúningi þessarar uppbyggingar.Verkefnið um uppbyggingu Urriðaholts er sérstakt að mörgu leyti og rætt er um tímamótaverkefni í uppbyggingu nýs bæjarhluta í því sambandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja Urriðaholt með það fyrir augum að íbúar fái sem best notið útivistar og nálægðar við náttúruperlurnar Urriðavatn og Heiðmörk. Grænir geirar ganga í gegnum hverfið og þjóna sem útivistarsvæði, gönguleiðir og skjólbelti trjáa.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira