Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn 10. maí 2007 19:34 Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni." Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni."
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira