Innlent

Jón Baldvin Hannibalsson tilbúinn að taka við ráðherraembætti

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra. Sagði kratahjartað slá með Samfylkingunni.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra. Sagði kratahjartað slá með Samfylkingunni. MYND/VG

Jón Baldvin Hannibalsson segist muna gefa kost á sér sem ráðherra í ríkisstjórn verði til hans leitað. Þetta kom fram í máli Jóns á fundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær.

Ummælin lét Jón falla eftir að hafa fengið fyrirspurn úr sal varðandi hugsanlega endurkomu hans í pólitík. Sagðist Jón vera fylgismaður þess að flokkarnir leiti út fyrir raðir sínar í ráðherravali og að hann muni gefa kost á sér verði til hans leitað.

Meira verður fjallað um málið í hádegisfréttum á Stöð 2 í dag og í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×