Innlent

Gaf manni á baukinn við Gamla Bauk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrítugur karlmaður hefur játað að hafa skallað tvítugan mann við veitingastaðinn Gamla Bauk við Húsavíkurhöfn aðfaranótt sunnudagsins 30. september síðastliðinn. Sá þrítugi kýldi síðan manninn nokkrum hnefahöggum í andlitið þannig að hann hlaut stórt glóðarauga. Árásarmaðurinn játaði brot sitt við þingfestingu í héraðsdómi í dag og var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×