Ísinn á Norðurpólnum bráðnar með ógnarhraða Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 3. september 2007 07:19 MYND/Getty Íshellan á Norðurpólnum hefur undanfarin tvö ár minnkað um eina milljón ferkílómetra, eða sem samsvarar flatarmáli Þýskalands og Frakklands til samans. Á síðastliðnum árum hefur íshellan minnkað um sem samsvarar flatarmáli Vestur Evrópu. Mælingar sem danskir vísindamenn gerðu benda til þess að ísinn sé um 2,5 milljónum ferkílómetra minni nú en hann var á árunum 1978-2000. Vísindamenn segja að þetta megi rekja til hlýnunar jarðar. Eigil Kaas, veðurfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla segir í samtali við Jyllandsposten að óhuggulegt sé hve hröð þróunin sé. Menn hafi áður áætlað að Norðurheimskautið yrði íslaust á sumrum eftir 30-40 ár, en samkvæmt nýjustu mælingum gæti það gerst mun fyrr, eða eftir um 15-20 ár. Hækkandi vatnsyfirborð vegna bráðnunar pólsins gæti haft mikil áhrif á mörgun stærstu borgarsvæðum heims. Þá hafa aukin hlýindi á pólsvæðunum áhrif á veðurfar annarsstaðar á jörðinni og geta meðal annars haft mikil áhrif á landbúnað, með breyttu hitastigi og nýjum meindýrum sem fylgja því. Það eru ekki allir jafn óánægðir með þróunina. Draumurinn um að olíu og aðrar auðlindir sé að finna undir íhellunni er stór ástæða þess að Rússland, Kanada, Bandaríkin, Noregur og Danmörk keppast nú um að slá eign sinni á pólinn. Þá gæti íslaust norðurskaut opnað nýjar siglingaleiðir og þar með stytt margar algengar flutningasleiðir. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Íshellan á Norðurpólnum hefur undanfarin tvö ár minnkað um eina milljón ferkílómetra, eða sem samsvarar flatarmáli Þýskalands og Frakklands til samans. Á síðastliðnum árum hefur íshellan minnkað um sem samsvarar flatarmáli Vestur Evrópu. Mælingar sem danskir vísindamenn gerðu benda til þess að ísinn sé um 2,5 milljónum ferkílómetra minni nú en hann var á árunum 1978-2000. Vísindamenn segja að þetta megi rekja til hlýnunar jarðar. Eigil Kaas, veðurfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla segir í samtali við Jyllandsposten að óhuggulegt sé hve hröð þróunin sé. Menn hafi áður áætlað að Norðurheimskautið yrði íslaust á sumrum eftir 30-40 ár, en samkvæmt nýjustu mælingum gæti það gerst mun fyrr, eða eftir um 15-20 ár. Hækkandi vatnsyfirborð vegna bráðnunar pólsins gæti haft mikil áhrif á mörgun stærstu borgarsvæðum heims. Þá hafa aukin hlýindi á pólsvæðunum áhrif á veðurfar annarsstaðar á jörðinni og geta meðal annars haft mikil áhrif á landbúnað, með breyttu hitastigi og nýjum meindýrum sem fylgja því. Það eru ekki allir jafn óánægðir með þróunina. Draumurinn um að olíu og aðrar auðlindir sé að finna undir íhellunni er stór ástæða þess að Rússland, Kanada, Bandaríkin, Noregur og Danmörk keppast nú um að slá eign sinni á pólinn. Þá gæti íslaust norðurskaut opnað nýjar siglingaleiðir og þar með stytt margar algengar flutningasleiðir.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira