Innlent

Pólitísk sátt um aflþynnuverksmiðju

Þeir sem hafa andmælt stóriðju við Eyjafjörð taka aflþynnuverksmiðjunni fagnandi enda mengar hún lítið sem ekkert.
Þeir sem hafa andmælt stóriðju við Eyjafjörð taka aflþynnuverksmiðjunni fagnandi enda mengar hún lítið sem ekkert. MYND/Kristján

Pólitísk samstaða er um aflþynnuverksmiðju á Akureyri. Ekki þarf að virkja vegna verksmiðjunnar en hún gæti hins vegar flýtt virkjunarframkvæmdum vegna annarra verkefna.

„Við erum ósköp ánægð og það er mikil eining um þessa verksmiðju,“ segir Baldvin Halldór Sigurðsson, fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn á Akureyri. Baldvin segir að verksmiðja sem þessi sætti sjónarmið manna því um sé að ræða stóriðju sem mengi svo til ekkert. „Ég held við eigum einmitt að leita svona tækifæra,“ segir Baldvin. Aðrir sem mótmælt hafa stóriðju við Eyjafjörð taka í sama streng, til dæmis Hlynur Hallsson, fyrrum alþingismaður Vinstri grænna, sem fagnar þessari niðurstöðu á heimasíðu sinni.

Verksmiðjan kemur til með að nota fimmfalt meiri raforku en notuð er á öllu Eyjafjarðarsvæðinu nú. Þá orku á Landsvikrjun til nú þegar svo ekki þarf að virkja. Þegar verksmiðjan er komin í fulla framleiðslu verður orkuvinnslugeta Landsvirkjunar hins vegar fullnýtt. „Þetta þýðir það að næst þegar við seljum rafmagn í stórum skammti þá þurfum við að virkja,“ segir Bjarni Bjarnason, yfirmaður orkusviðs Landsvirkjunar og formaður stóriðjusamninganefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×