Innlent

Tveggja ára vinna skilaði árangri

Sigurður leggur lokahönd á verkið.
Sigurður leggur lokahönd á verkið. MYND/Gva

„Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19.

Sigurður tók við viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkurborgar í móttöku í Höfða í gær fyrir endurgerð á húsinu.

Bergstaðastræti 19 var byggt árið 1896 og dæmt ónýtt árið 1992. Húsið er á tveimur hæðum og er hvor hæð sextíu og fimm fermetrar.

Sigurður hefur selt báðar hæðirnar og er nú að gera upp hús á Vesturgötu sem var byggt árið 1882. Húsið þykir góður vitnisburður um alþýðuhíbýli um aldamótin 1900.

Reykjavíkurborg hefur staðið að fegrunarviðurkenningum í ríflega hálfa öld. Viðurkenningar eru fyrir lóðir og vel uppgerð eldri hús. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá vinnuhópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×