Innlent

Ók á kerrur og sofnaði síðan

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ.

Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist ökumaðurinn sofa ölvunarsvefni í bílnum. Hann rankaði við sér eftir að lögreglumenn höfðu bankað hressilega á bílrúðuna hjá honum. Ummerki sýndu að hann hafði áður bakkað á kerrur sem stóðu í nágrenninu og voru til sölu.

Fíkniefni fundust á manninum og var hann færður á lögreglustöð. Þar kom í ljós að hann var án ökuréttinda. Hann var yfirheyrður þegar af honum rann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×