Rekin frá Bandaríkjunum en barnið varð eftir 16. júlí 2007 18:58 Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. Dagbjört Rós sem er tuttugu og fimm ára var áður búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, sem hún kynntist á Keflavíkurflugvelli árið 2003. Hún fluttist með honum til Bandaríkjanna fyrir ári. Hún á fyrir sex ára son en eignaðist dóttur með eiginmanninum sem er sautján mánaða í dag. Erfiðleikar voru í hjónabandinu og maðurinn hafði lofað að skrifa undir dvalarleyfi fyrir hana í Bandaríkjunum en ekki staðið við það. Hann fór síðan að hóta henni með því að hún væri ólöglegur innflytjandi og gæti því ekki yfirgefið landið með barnið. Dagbjört var í sambandi við skrifstofur innflytjendamála í Bandaríkjunum þar sem hún fékk þær upplýsingar að ekkert væri hægt að gera nema undirskriftin fengist. Þar sem sonur hennar var í Bandarískum skóla og hún var enn með gilt skírteini frá bandarískum hermálayfirvöldum í Þýskalandi, taldi hún að ekki væri hætta á ferðum. Áfallið dundi yfir þegar hún var stöðvuð fyrir hraðakstur og handtekinn í kjölfarið fyrir að vera ólöglega í landinu. Eiginmaður hennar kom barninu fyrir hjá foreldrum sínum og neitar móðurinni um að tala við barnið eða fá það til sín. Bandaríska sendiráðið hefur einning neitað henni um vegabréfsáritun til að fara til Bandaríkjanna til að sækja rétt sinn í forræðisdeilu. Hreinn Pálsson sendiráðsritari hjá Utanríkisráðuneytinu segir að reynt sé að aðstoða Dagbjörtu, aðallega með því að veita ráðgjöf. Henni verði hjálpað að finna lögfræðing í Bandaríkjunum en hún verði að greiða fyrir lögfræðiaðstoð úr eigin vasa. Sá kostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna. Dagbjört Rós segir að sér hafi verið ráðlagt að vinna hluta af pappírsvinnunni sjálf til að draga úr kostnaði, það sé afar flókið ekki síst þar sem hún megi ekki vera í Bandaríkjunum. Hún segir þeirri spurningu enn ósvarað hvort hún geti höfðað forræðismál nema vera stödd vestanhafs. Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. Dagbjört Rós sem er tuttugu og fimm ára var áður búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, sem hún kynntist á Keflavíkurflugvelli árið 2003. Hún fluttist með honum til Bandaríkjanna fyrir ári. Hún á fyrir sex ára son en eignaðist dóttur með eiginmanninum sem er sautján mánaða í dag. Erfiðleikar voru í hjónabandinu og maðurinn hafði lofað að skrifa undir dvalarleyfi fyrir hana í Bandaríkjunum en ekki staðið við það. Hann fór síðan að hóta henni með því að hún væri ólöglegur innflytjandi og gæti því ekki yfirgefið landið með barnið. Dagbjört var í sambandi við skrifstofur innflytjendamála í Bandaríkjunum þar sem hún fékk þær upplýsingar að ekkert væri hægt að gera nema undirskriftin fengist. Þar sem sonur hennar var í Bandarískum skóla og hún var enn með gilt skírteini frá bandarískum hermálayfirvöldum í Þýskalandi, taldi hún að ekki væri hætta á ferðum. Áfallið dundi yfir þegar hún var stöðvuð fyrir hraðakstur og handtekinn í kjölfarið fyrir að vera ólöglega í landinu. Eiginmaður hennar kom barninu fyrir hjá foreldrum sínum og neitar móðurinni um að tala við barnið eða fá það til sín. Bandaríska sendiráðið hefur einning neitað henni um vegabréfsáritun til að fara til Bandaríkjanna til að sækja rétt sinn í forræðisdeilu. Hreinn Pálsson sendiráðsritari hjá Utanríkisráðuneytinu segir að reynt sé að aðstoða Dagbjörtu, aðallega með því að veita ráðgjöf. Henni verði hjálpað að finna lögfræðing í Bandaríkjunum en hún verði að greiða fyrir lögfræðiaðstoð úr eigin vasa. Sá kostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna. Dagbjört Rós segir að sér hafi verið ráðlagt að vinna hluta af pappírsvinnunni sjálf til að draga úr kostnaði, það sé afar flókið ekki síst þar sem hún megi ekki vera í Bandaríkjunum. Hún segir þeirri spurningu enn ósvarað hvort hún geti höfðað forræðismál nema vera stödd vestanhafs.
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira