Innlent

Ernir fær nýja vél

Gissur Sigurðsson skrifar

Flugfélagið Ernir er að fá nýja flugvél til landsins í dag. Ernir halda uppi áætlunarflugi til Hafnar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Þetta er 19 sæta Jet Stream -vél, samskonar og félagið á fyrir. Vélin er búin jafnþrýstibúnaði og getur því flogið hærra en í tíu þúsund fet. Auk áætlunarflugs félagsins stundar það leiguflug og rekur fjórar minni vélar til viðbótar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×