Innlent

Í farangursgeymslu bíls í laki einu klæða

Jón Hákon Halldórsson. skrifar
Ökumaður bílsins verður ákærður fyrir umferðarlagabrot og brot á vopnalögum.
Ökumaður bílsins verður ákærður fyrir umferðarlagabrot og brot á vopnalögum. Mynd/ Pjetur Sigurðsson

Lögregla stöðvaði ökumann á Snorrabraut á áttunda tímanum í morgun. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar var maður í laki einu klæða. Auk ökumanns og þess fáklædda voru fjórir aðrir farþegar í bílnum.

Farþeginn í farangursgeymslunni sagði lögreglu að um hrekk hafi verið að ræða. Málið er í rannsókn og er litið alvarlegum augum. Lögreglumenn mun kanna hvort um handrukkun eða einhverjar duldar hótanir hafi verið að ræða.

Ökumaður bílsins var með hafnarboltakylfu í bílnum. Hann verður kærður fyrir umferðarlagabrot og vopnalagabrot. Hann verður einnig kærður fyrir mannrán ef rannsókn þykir gefa tilefni til þess.

Fólkið í bílnum var um og undir 20 ára gamalt. Að sögn lögreglu voru þau ekki í annarlegu ástandi. Sum þeirra hafa áður komið við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×