Innlent

Vegavinnuframkvæmdir við Þingvallaveg

Í dag og á morgun verður unnið við fræsun og malbiksframkvæmdir á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Malbikaður verður fyrri hluti hringtorgs að vestanverðu við Vesturlandsveg. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um tímabundna lækkun á umferðarhraða.

Enn eru talsverðar skemmdir á klæðningu á 1,5 km kafla á Þingvallavegi, við Grafningsvegamót. Þetta er varasamt, ekki síst fyrir bifhjól og er hraði takmarkaður við fimmtíu kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×