Innlent

Fram til baráttu fyrir aldraða og öryrkja

Baráttusamtökin segja ljóst að núverandi stórnarflokkar muni ekki bæta hag elli- og örorkulífeyrisþega og ætla að beita sér fyrir að lágmarkslífeyrir verði 210 þúsund krónur á mánuði. Baráttusamtökin tilkynntu í morgun að þau muni bjóða fram í öllum kjördæmum í vor, en þau berjast fyrir hagsmunum aldraðra, öryrkja og breyttu skipulagi Reykjavíkur.

Á bakvið framboðið standa baráttusamtök eldi borgara og öryrkja og Höfuðborgarsamtökin. Talsmenn samtakanna kynntu helstu stefnumál Baráttusamtakanna í morgun en þau krefjast meðl annars að skerðingar bóta, svo sem tekjutenging, verði afnumdar upp að 500 þúsund króna mánaðatekjum.

"Við krefjumst þess að lífeyrisgreiðslur verði frá og með deginum í dag að lágmarki 210 þúsund krónur á mánuði og hækki með launavísitölu," sagði Arndís Björnsdóttir talsmaður Baráttusamtakanna á fréttamannafundi í morgun.

Athygli vekur að hvorki heildarsamtök aldraðra né öryrkja standa formlega að framboðinu. Arndís segir að samtök aldraðra geti ekki samkvæmt stofnsamþykktum sínum tekið beinan þátt í stjórnmálum og það eigi einnig við um öryrkja. Hún hafi hins vegar rætt við Ólaf Ólafsson formann Landssambands eldri borgara, sem hafi hvatt aðstandendur framboðsins áfram.

Höfuðborgarsamtökin sem barist hafa fyrir því að hætt verði að reka flugvöll í Vatsmýrinni og fyrir skipulagsbreytingum almennt í borginni, standa að framboðinu. Örn Sigurðsson formaður Höfuðborgarsamtakanna segir hagsmuni þessara hópa fari vel saman enda búi flestir aldraðir og öryrkjar á höfuðborgarsvæðinu.

Örn segir eldri borgara neydda til að aka um á bílnum vegna þess að almenningssamgöngur séu nánast engar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill að útrás höfuðborgarinnar verði stöðvuð, enda nægt byggingarland til næstu tuttugu til þrjátíu ára innnan borgarlandsins.

Baráttusamtökin stefna líka að framboði til sveitarstjórna árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×